Ferðum Baldurs fækkað um eina á viku

Baldur
Baldur
Ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs verði í mesta lagi fækkað um eina eftir áramót. Gert er ráð fyrir að samið verði um stuðning ríkisins við vetrarþjónustu ferjunnar næstu tvö eða þrjú ár. Þetta er haft eftir Pétri Ágústssyni, framkvæmdastjóra Sæferða, á fréttavef Rúv.

Gert var ráð fyrir að ferðum Baldurs yfir Breiðafjörð fækkaði niður í þrjár til fimm á viku í stað úr sjö. Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir í samtali við Rúv að væntanlega verði gengið frá samkomulagi í næstu viku um aðkomu ríkisins. Niðurskurðurinn verði minni en útlit var fyrir.

 

Ríkið tekur ekki þátt í kostnaði við ferjusiglingarnar að sumarlagi en Pétur segir að áætlunin næsta sumar verði óbreytt miðað við þetta ár. Hvað framhaldið varðar segist hann búast við að nýr samningurinn við ríkið, varðandi vetrarsiglingar, gildi til ársins 2011 eða 2012.

 

Greint er frá þessu á ruv.is.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is