Ferjan Baldur

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að það er algjör misskilningur að Sæferðir ehf. hafi boðið Ríkinu afnot af ferjunni Baldri, án þess að hafa hugað að framhaldi ferjusiglinga yfir Breiðafjörð með jafngóðu eða betra skipi en Baldur er. Hið rétta er að forráðarmenn fyrirtækisins hafa fullvissað sig um, að til taks er góð og akastamkil ferja, til kaups eða leigu þá þegar og ef af þessum hugmyndum verður.  Í þessu sambandi skal tekið fram að í framtíðarhugmyndum Sæferða er gert ráð fyrir að reyna að efla og auka ferjuþjónustu yfir Breiðafjörð á komandi tíð.

Tilefni þessarar yfirlýsingar er frétt í mbl.is 9. október s.l sem tekin er upp úr frétt héraðsfréttablaðsins Skessuhorn. Morgunblaðið sleppir hluta af grein Skessuhorns en þar koma fram ofangreindar upplýsingar.

http://www.skessuhorn.is/frettir/nr/180700/

 Pétur Ágústsson

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is