Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2017.

Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt við seinni umræðu í bæjarstjórn þann 7. desember 2016.

Helstu niðurstöður áætlunarinnar eru að heildarrekstrartekjur, skatttekjur og aðrar tekjur, eru áætlaðar 1.306 millj.kr. en heildarrekstrarútgjöld 1.233 millj.kr. fyrir fjármagnsliði, sem eru áætlaðir 71 millj.kr. Reiknaðir liðir, sem eru afskriftir, verðbætur á langtímalána og breytingar áfallinna lífeyrisskuldbindinga, eru áætlaðir 119 millj.kr. Reksturinn skilar 115 millj.kr. samkvæmt niðurstöðu sjóðstreymis (handbært fé frá rekstri). Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs og stofnana er jákvæð um 0,8 millj.kr.

Fjárfestingar eru áætlaðar 244 millj.kr. Helstu verkefni eru til gatna- og gangstéttaframkvæmda, meðal annars vegna frágangs á Aðalstræti á Patreksfirði, vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina Byltu, Bíldudal, vegna endurbóta og stofnviðhalds m.a. á friðuðum húsum, en veita á fjármunum í endurgerð Vatneyrarbúðar. Unnið er að flutningi bæjarskrifstofu í framtíðarhúsnæði við Aðalstræti. Ennfremur verða umtalsverðar framkvæmdir við vatnsveitu og fráveitu í sveitarfélaginu, vegna stórskipahafnar á Bíldudal og ofanflóðavarna auk endurnýjunar á ýmsum tækjum.

Afborganir langtímalána eru áætlaðar 149 millj.kr. og nýjar lántökur 302 millj.kr. Skuldahlutfall bæjarsjóðs (A-hluta) er áætlað 88% en samstæðu (A og B-hluta, fyrirtækja og stofnana) 118%.

Almenn verðlagsforsenda áætlunarinnar er 2% hækkun verðlags frá áramótaverðlagi 2015/2016. Nánar má lesa um ákvarðanir sem liggja að baki tölulegum stærðum fjárhagsáætlunar 2017 í stefnuræðu bæjarstjórnar.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is