Fjöldasöngur við brennuna á Patreksfirði

Brenna
Brenna
Fjöldasöngur verður við áramótabrennuna á Patreksfirði.

Karlakór mun stíga á stokk og leiða sönginn við undirleik valinkunnra hljóðfæraleikara frá Patreksfirði. Sungin verða ýmis áramótalög og önnur lög sem allir geta tekið undir.

Patreksfirðingar og gestir eru hvattir til að mæta og taka þátt í áramótagleði fjölskyldunnar við brennuna sem hefst kl. 20.30 undir Geirseyrarmúla.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is