Fjölmennur íbúafundur hafnar sameiningu heilbrigðisstofnana á Vestfjörðujm

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á íbúafundi sem haldinn var í gær.

Fjölmennur íbúafundur á Patreksfirði 30.10.2013 mótmælir harðlega fyrirhugaðri sameiningu heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði við heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Ekkert liggur fyrir sem mælt getur með slíkri sameiningu og er hún einungis til þess fallin að veikja enn frekar grunnstoðir í viðkvæmri byggð.

Fundurinn tekur ennfremur undir áskorun bæjarstjórnar Vesturbyggðar til heilbrigðisráðherra um að farið verði í nauðsynlegar endurbætur á heilbrigðisstofnuninni á Patreksfirði, samkvæmt áðursendum tillögum þar um, sem og að Vesturbyggð verði falið að reka heilbrigðisstofnunina sem tilraunasveitarfélag í þeim efnum.“

 

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is