Fjölskylduböndin kynna desemberuppbót

Fjölskylduböndin
Fjölskylduböndin
Hjónin Rafn Hafliðason og Anna Gestsdóttir standa ásamt börnum sínum og fjölskyldum þeirra fyrir tónleikunum í Skjaldborgarbíói laugardaginn 4. desember.

 

Þar mun stórfjölskyldan koma fram, alls fimmtán manns, og kallar hópurinn sig Fjölskylduböndin.

 

Efnisskráin verður fjölbreytt og hefjast tónleikarnir kl. 17. Aðgangseyrir er kr. 1.500 og rennur ágóði af tónleikunum í hljóðfærasjóð Tónlistarskóla Vesturbyggðar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is