Fjölskylduskemmtun í Baldurshaga á Bíldudal

Fyrsti maí
Fyrsti maí
Fjölskylduskemmtun verður í Baldurshaga á Bíldudal frá kl. 20 til kl. 23 laugardaginn 1. maí. Hljómsveit Péturs Bjarnasonar kemur fram og verður harmonikkan í fyrirrúmi.


Gísli Ægir Ágústsson syngur með hljómsveitinni og stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson tekur lagið af sinni alkunnu snilli.


Allir sem hafa gaman af dragspili eru velkomir og afar og ömmur, pabbar og mömmur eru hvott til að koma og skemmta sér með börnunum og eiga góða stund saman. 


Foreldrafélagið á Bíldudal stendur fyrir skemmtuninni, aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, yngri frítt. Boðið verður uppá vöfflur með sultu og rjóma.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is