Flugslysaæfing á Bíldudal

Laugardaginn 5 mai n.k verður haldin flugslysaæfing við Bíldudalsflugvöll þar sem æfð verða viðbrögð við flugslysi á Bíldudalsflugvelli.

Æfingin er liður í samstarfi viðbragðsaðila á svæðinu, lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og Rauða krossins, heilbrigðisstarfsmanna og Isava.

Æfð verður sviðsmynd sem líkir eftir flugslysi á flugvellinum þar sem um 20 manns verða slasaðir. Flugslysaæfingar eru haldnar á öllum áætlanaflugvöllum Isavia á 4 ára fresti samkvæmt reglum alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar.

Við undirbúning æfingarinnar er lögð áhersla á að sem flestir viðbragðsaðilar geti nýtt sér þá fræðslu sem í boði er í tengslum við æfinguna t.d skipulag á slysavettvangi, umönnun og bráðaflokkun slasaðra, aðkomu að flugslysi , slökkvistörf og björgun. Fræðsla er í höndum ráðgjafa frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Isavia, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og slökkviliði og Landspítala háskólasjúkrahúsi. Eins kemur fjöldi íbúa á svæðinu að með ýmsum hætti meðal annars með því að leiga farþegar umræddrar vélar.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is