Fólksfjölgun í Vesturbyggð

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá búa nú 940 íbúar í Vesturbyggð og hefur þeim fjölgað um 40 frá því fyrir tveimur árum.

Að sögn Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra er þróunin ákaflega gleðileg. „Við finnum fyrir jákvæðu andrúmslofti í samfélaginu," en talsvert af ungu fólki hefur flutst aftur heim til Vesturbyggðar eftir að hafa lokið framhaldsnámi.

 

Í Vesturbyggð hefur verið mikill uppgangur í atvinnulífinu undanfarin tvö ár. Mörg störf hafa orðið til í fiskeldi og stækkun kalkþörungarverksmiðju á Bíldudal. Þá eru nokkrar framkvæmdir í gangi, t.d. bygging hótels á Patreksfirði.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is