Fönix BA 123 sjósettur

Fönix BA123
Fönix BA123
Fönix BA 123 er nýr 15 tonna bátur sem var sjósettur á Patreksfirði síðastliðinn sunnudag.

 

Skelin kemur frá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði en smíði bátsins var fullkláruð á Patreksfirði í vetur. Eigandi er Hafþór Jónsson útgerðarmaður á Patreksfirði.

 

Hafþór reiknar með að báturinn fari sína fyrstu veiðiferð á grásleppuna núna um komandi vertíð. Ætlunin er í framhaldinu að gera hann út á línuveiðar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is