Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Foreldrafundur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldinn fimmtudaginn 9. september kl. 20.
Skólameistari, Jón Eggert Bragason, boðar foreldra og forráðmenn nemenda Fjölbrautaskóla Snæfellinga á foreldrafund fimmtudaginn 9. september 2010 kl. 20.00 í matsal skólans. Foreldrar og forráðamenn nemenda sem sækja nám í framhaldsdeildinni á Patreksfirði mæta í húsnæði deildarinnar á Patreksfirði.
Dagskrá:
- Ávarp skólameistara
- Kynning á áfangakerfi, stundatöflu, stoðþjónustu og skólareglum
- Kynning á INNU - upplýsingakerfi skóla, Moodle - kennslukerfi FSN
- Kynning á NFSN - nemendafélagi og félagslífi
- Kynning á foreldrafélagi
- Umræður og önnur mál
- Umsjónarkennarar hitta foreldra