Forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða

Markaðsstofa Vestfjarða hefur auglýst laust til umsóknar starf forstöðumanns markaðsstofunnar.

Jón Páll Hreinsson hefur gegnt stöðunni undanfarin ár en hefur ákveðið að hefja störf á nýjum vettvangi. Stjórn Markaðsstofu Vesgtfjarða réð Talent Ráðningar til að halda utan um auglýsinga- og ráðningarferlið.

Markaðsstofa Vestfjarða er sjálfseignarstofnun í eigu sveitarfélaganna á Vestfjörðum, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Hlutverk hennar er að kynna og markaðssetja Vestfirði fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum.

Um er að ræða fullt starf fyrir metnaðarfullan einstakling með reynslu og þekkingu af markaðssetningu og ferðaþjónustu.

 

Starfssvið:

 • Ábyrgð á fjármálum Markaðsstofu
 • Skipulagning og framkvæmd aðgerðaáætlana
 • Samskipti við stjórn, fagráð og ferðaþjónustuaðila
 • Samskipti við sveitarfélög og aðrar opinberar stofnanir
 • Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun
 • Reynsla af vinnu við markaðssetningu
 • Reynsla af stefnumótun
 • Sjálfstæði, dugnaður og gott frumkvæði
 • Reynsla af ferðaþjónustu er mikill kostur
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
 • Þekking á mannlífi, menningu og náttúrufari
 • Vestfjarða er kostur en ekki skilyrði

 

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2010.

 

Nánari upplýsingar veitir Lind Einarsdóttir í síma 552-1600 lind@talent.is. Sótt er um starfið á talent.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is