Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara

Tálknafjarðarhreppur
Tálknafjarðarhreppur
Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu auglýsir starf forstöðumanns við félagsstarf aldraðra Móbergi Tálknafirði laust til umsóknar.

 

Um spennandi mótunar- og þróunarstarf er að ræða sem býður upp á fjölbreytta framtíðarmöguleika. Um 40% starf er að ræða.


Í starfinu felst m.a. að:

  • Móta og skipuleggja félagsstarfið
  • Fylgjast með nýjungum og innleiða þær í starfinu
  • Leiðbeina fólki við handverk og félagsstarf
  • Skipuleggja og sjá um innkaup
  • Ábyrgð á fjármálum deildarinnar


Menntun og hæfniskröfur:

  • Reynsla og hæfni sem nýtist við stjórnun og skipulag starfsins
  • Hæfni og áhugi á mannlegum samskiptum
  • Áhugi og færni í ýmisskonar handverki og félagsstarfi
  • Vera tilbúin til þess að sækja námskeið og innleiða nýjungar

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is