Frábær leiklistarnámskeið næstu tvær vikur

Næstu tvær vikur verður boðið upp á frábær leiklistar-og táknmálsnámskeið fyrir alla aldurshópa.

Vikuna 18. - 22. júlí verður blandað leiklistar-og táknmálsnámskeið á Patreksfirði, sem er opið öllum Vestfirðingum, gestum og gangandi á öllum aldri! Í bland við námskeiðið verða skemmtilegar uppákomur, tónleikar, kvöldvaka með varðeldi og síðast en ekki síst leiksýning.

 

Vikuna 25. - 28. júlí (ath. frí á föstudag vegna verslunarmannahelgar) verður svo leiklistarnámskeið fyrir 17 ára og eldri, með sérstaka áherslu á götuleikhús.

 

Námskeiðshaldari er Ástbjörg Rut Jónsdóttir, sviðslistakona og táknmálstúlkur.

 

Látið ekki þetta stórkostlega tækifæri fram hjá ykkur fara!

 

Skráningar fara fram hjá Vesturbyggð.

 

Sjá nánari upplýsingar um námskeiðin í viðhengi.

Hlökkum til að sjá ykkur og upplifa með ykkur skemmtilegar vikur í paradís vestursins!

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is