Fræðslukvöd um jarðgerð í Skjaldborg

Vesturbyggð ætlar að halda fræðslukvöld um moltugerð í heimahúsum, fyrir alla sem hafa áhuga. Hildur Dagbjört Arnardóttir verður með fyrirlestur og svarar spurningum um moltugerð. Allir sem áhuga hafa á moltugerð og almennri umhverfisvernd eru velkomnir.

Skjaldborgarbíó þriðjudaginn 22. maí kl 18

Vesturbyggð er í tilraunaverkefni varðandi moltugerð í heimahúsum og fyrir ári síðan fengu 20 heimili tunnur frá sveitarfélaginu.  Nú er ætlunin að útvíkka verkefnið og bjóða öðrum 15 heimilum að taka þátt í verkefninu. Hér með er auglýst eftir heimilum sem vilja taka þátt í verkefninu og mun Vesturbyggð leggja til moltugerðartunnu gegn samningi við heimilið um moltugerðina.

Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Davíð Rúnar slokkvilid@vesturbyggd.is

Kveðja

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is