Framboðin standa fyrir hreinsunarátaki

Framboðin tvö í Vesturbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2010, þ.e. Samstaða og Sjálfstæðisflokkurinn, hafa sammælst um að standa fyrir sameiginlegu hreinsunarátaki í sveitarfélaginu.

 

Átakið fer fram miðvikudaginn 19. maí nk. og hefst kl. 18.30 og lýkur með grillveislu í boði Vesturbyggðar kl. 20.30

 

Ruslapokar verða afhentir í Grillskálanum, Versluninni Albínu og áhaldahúsinu á Patreksfirði og Vegamótum á Bíldudal þann dag kl.18.30. Ruslapokar verða sendir á alla bæi á Barðaströnd með póstinum.

 

Allt rusl sem safnast saman eru íbúar beðnir að skila á Friðþjófstorg á Patreksfirði, Baldurshaga á Bíldudal og við Birkimel.

 

Átakinu lýkur svo, eins og áður sagði, með grillveislu sem hefst við Félagsheimilið Baldurshaga á Bíldudal, á Friðþjófstorgi á Patreksfirði og við Birkimelsskóla kl. 20.30.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is