Framlög til samgangna á landsbyggðinni minnkuð

Í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að framlög til almenningssamgangna á landsbyggðinni muni minnka um 10% á næsta ári vegna niðurskurðar á fjárveitingum og hallareksturs.

 

Ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs verður fækkað um eina og verða farnar sex ferðir í viku milli Brjánslækjar og Stykkishólms. Líklegast er að laugardagsferðin verði felld niður.

 

Flogið er sex sinnum í viku milli Bíldudals og Reykjavíkur en fjöldi þeirra ferða er enn til skoðunar. Ekki er flogið til Bíldudals á laugardögum.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is