„Franskir sjómenn við Íslandsstrendur“ á Minjasafninu

Opnuð hefur verið sýningin „Franskir sjómenn við Íslandsstrendur" á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn.

 

Sýningin er um veru franskra sjómanna hér við land. Hún samanstendur af gömlum myndum og munum, mörgum yfir 100 ára. Þar er að finna sautján veggspjöld um helstu samskipti sjómannanna við landsmenn, franskar og íslenskar bækur um útgerð þeirra á Íslandsmið og nútíma-horni, þar sem endurnýjuðum samskiptum er lýst.

 

Þá hefur einnig verið opnuð ný kaffitería á safninu „Gott í kroppinn" sem rekin er af hjónunum Sverri Kristjánssyni og Heiðrúnu Sigurðardóttur.

 

Á matseðlinum er m.a. sjávarréttasúpa hússins, síld, rækjur, lax, fiskibollur, plokkfiskur, kjötbollur, saltfiskréttur, kartöflur, hrísgrjón, salöt, dressingar, brauð og ýmislegt annað.

 

Minjasafnið er opið alla daga frá kl. 11 til 19, en kaffiterían er opin frá kl. 11 til 20 alla daga.

 

Forstöðumaður Minjasafns Egils Ólafssonar er María Óskarsdóttir.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is