Fresta rafrænum kosningum

Tilraun um rafrænar kosningar í nokkrum sveitarfélögum næsta vor hefur verið frestað.

Unnið hefur verið að málinu í ráðuneyti sveitarstjórnarmála en fjárskortur hamlar því að lengra verði komist í bili.

 

„Við þurfum 35 til 40 milljónir kr. svo ljúka megi verkefninu. Undirbúningsvinnu er lokið en þróun hugbúnaðar er eftir og því frestast þetta til næstu kosninga enda nýtist sú vinna sem við höfum þegar lagt í málið," segir Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

 

Þetta kemur fram á mbl.is.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is