Frostrósir á Tálknafirði

Frostrósir
Frostrósir
Frostrósir verða með tónleika í Tálknafjarðarkirkju á aðventunni 21. desember.

 

Frostrósir halda í ár upp á tíunda tónleikaárið og blása til sannkallaðrar tónleikaveislu á aðventunni. Í tilefni afmælisins verður tónleikaferð Frostrósa um landið enn viðameiri en fyrr og á Vestfjörðum verður sú nýjung að tónleikar Frostrósa verða haldnir á Tálknafirði í fyrsta skipti.

 

Tónleikar Frostrósa verða haldnir í Tálknafjarðarkirkju 21. desember kl. 21.

 

Flytjendur í tónleikaferð Frostrósa um landið verða þau Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Hera Björk, Margrét Eir og Vala Guðna. Með þeim syngja barnakórar og félagar úr Stórhljómsveit Frostrósa leika undir stjórn Karls O. Olgeirssonar.

 

Miðasala hefst mánudaginn 3. október en sérstök forsala fyrir vini Frostrósa á Facebook og félaga á póstlista Frostrósa verður föstudaginn 30. september. Nánari upplýsingar á www.frostrosir.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is