Frummatsskýrsla birt um umhverfisáhrif jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar

Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar
Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar
Ákveðið hefur verið að halda áfram með hönnun og undirbúning jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar þó sjálf gangagerðin sé í óvissu vegna efnahagsástandsins.

Undirbúningurinn miðast enn við að hægt verði að bjóða verkið út á næsta ári, en samkvæmt áætlunum frá 2007 hafði verið ráðgert að göngin yrðu tekin í notkun árið 2012.

 

Nú hefur verið birt frummatsskýrsla Vegagerarðinnar um mat á umhverfisáhrifum jarðganganna. Jarðgöng verða 5,6 km löng er ráðgert að vegur yfir Hrafnseyrarheiði leggist af nema sem ferðamannavegur.

 

Í frummatsskýrslunni er meðal annars sagt að meginmarkmið framkvæmdarinnar sé að tryggja góðar og öruggar samgöngur á Vestfjarðavegi nr. 60 á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Það er skilyrði þess að aðalmarkmiðið, heilsárs vegarsamband á milli Barðastrandarsýslna og Ísafjarðarsýslna, náist. Til að aðalmarkmiðið náist þarf einnig að leggja nýjan veg yfir Dynjandisheiði, frá Vatnsfirði í Dynjandisvog, og veg þaðan á láglendi að Mjólkárvirkjun. Sú framkvæmd er á þriðja tímabili langtímaáætlunar og verður kynnt sérstaklega síðar.

 

Frummatsskýrslan liggur frammi til kynningar frá 2. nóvember til 15. desember á skrifstofum Ísafjarðarbæjar og Bæjar - og héraðsbókasafninu á Ísafirði, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Allir hafa rétt til að kynna sér frummatsskýrsluna og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. desember 2009 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.

 

Sjá frummatsskýrsluna (PDF 5,7 MB) á vef Náttúrustofu Vestfjarða.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is