Fundað um sveitarstjórnarmál

Ábyrgð sveitarstjórnarmanna, lestur og greining ársreikninga, meðferð leigusamninga, lóða og lendna og fjármögnun og endurskipulagning á rekstri sveitarfélaga er á meðal þess sem rætt verður um á fundi sem ráðgjafar- og þjónustufyrirtækið Deloitte hefur boðað til kl. 14 á mánudag á Hótel Ísafirði.

Starfsmenn Deloitte hafa sérhæft sig í ráðgjöf og þjónustu til sveitarfélaga og heldur fyrirtækið víðs vegar um landið fyrir kjörna sveitarstjórnarfulltrúa, varamenn þeirra og starfsfólk bæjar‐ og sveitarstjórnaskrifstofa.

 

„Í kjölfar kosninga verða oft á tíðum breytingar á mönnun í sveitarstjórnum en í mörgum tilfellum er sama fólkið að halda áfram. Því fylgir mikil ábyrgð að setjast í sveitarstjórn. Hvort sem þú ert að koma að sveitarstjórnarmálum í fyrsta skiptið eða ekki þá er alltaf þörf á að rifja upp nokkur veigamikil atriði tengd rekstri sveitarfélaga.

 

Rekstur sveitarfélaga er um margt frábrugðinn öðrum rekstri og því er mikilvægt fyrir kjörna sveitarstjórnarmenn að kynna sér vel þá ábyrgð og skyldur sem þeir eru að gangast undir auk þess sem nauðsynlegt er fyrir þá að hafa grunnþekkingu á nokkrum málum, t.d. lestri og greiningu ársreikninga sveitarfélaga," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

 

Fundurinn er öllum opinn að aðgangur er ókeypis.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is