Fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál

Fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál hefst föstudaginn 9. desember 2011.

Fyrsti fundur í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál verður haldinn í Hörpunni í Reykjavík föstudaginn 9. desember klukkan 11.30 til 14.15.

Tilefni þessa fyrsta fundar er alþjóðlegi mannréttindadagurinn, 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hvetja aðildarlönd til að taka mannréttindamál til sérstakrar umfjöllunar þann dag. Á fyrsta fundinum verður fjallað um fyrirtöku hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi í Universal Periodic Review ferlinu og verður sérstaklega fjallað um þær athugasemdir sem íslenskum stjórnvöldum bárumst og ekki hefur verið tekin afstaða til (sjá drög að skýrslunni hér).

Ennfremur verður fjallað um samning Evrópuráðsins um bann við kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi en Ísland var eitt 11 ríkja sem fyrst skrifuðu undir samninginn í apríl sl., en hefur ekki fullgilt hann. Johanna Nelles, sérfræðingur frá Evrópuráðinu, sem hefur unnið að samningunum mun fjalla um samninginn, efni hans og mögulega framkvæmd.
 

Skrifaðu athugasemd:



Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is