Fundur með samgöngunefnd, ráðherra og þingmönnum

Bára Pálsdótir, Sigbjörg Pálsdóttir, Ragnar Jörundsson og Björg Sæmundsdóttir
Bára Pálsdótir, Sigbjörg Pálsdóttir, Ragnar Jörundsson og Björg Sæmundsdóttir
Í gær afhentu Bára Pálsdóttir, Björg Sæmundsdóttir og Sigurbjörg Pálsdóttir bæjarstjóra undirskriftalista 661 einstaklings í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi, eldri en 16 ára, þar sem mótmælt er fyrirhuguðum tillögum um fækkun ferða ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð.

 

Þær óskuðu eftir því við Ragnar Jörundssona, bæjarstjóra Vesturbyggðar að hann afhendi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirskriftalistana á fundi sem hann á með samgöngunefnd og ráðherranum á morgun miðvikudaginn 21. október í Reykjavík. Umræðuefni fundarins verða samgöngumál á suðursvæði Vestfjarða.

 

Að loknum fundi með samgöngunefnd verður fundur með þingmönnum kjördæmisins. Þar verður einnig rætt um samgöngumál auk þeirra fyrirhuguðu skerðinga á opinberri þjónustu eins og aflagningu sýslumannsembættisins á Patreksfirði, niðurskurð í Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði og fleiri mál.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is