Þær óskuðu eftir því við Ragnar Jörundssona, bæjarstjóra Vesturbyggðar að hann afhendi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirskriftalistana á fundi sem hann á með samgöngunefnd og ráðherranum á morgun miðvikudaginn 21. október í Reykjavík. Umræðuefni fundarins verða samgöngumál á suðursvæði Vestfjarða.
Að loknum fundi með samgöngunefnd verður fundur með þingmönnum kjördæmisins. Þar verður einnig rætt um samgöngumál auk þeirra fyrirhuguðu skerðinga á opinberri þjónustu eins og aflagningu sýslumannsembættisins á Patreksfirði, niðurskurð í Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði og fleiri mál.