Fundur um Sumarmarkað Vestfjarða

Frá Sumarmarkaði Vestfjarða
Frá Sumarmarkaði Vestfjarða
Stjórn Sumarmarkaðs Vestfjarða boðar alla þá sem hafa áhuga á starfsemi og uppbyggingu Sumarmarkaðs Vestfjarða á fund miðvikudaginn 12. maí kl. 18 í Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði.

 

Fyrsta opnunarhelgi Sumarmarkaðs Vestfjarða sumarið 2010 verður um hvítasunnuhelgina.

 

Á markaðnum er pláss fyrir marga bása og er básinn leigður út á 1.500 krónur. Allt handverksfólk og aðrir sem framleiða vörur eru hvattir til að nýta sér það tækifæri sem felst í að bjóða sína vöru á Sumarmarkaðnum, því fleiri sem taka þátt því betra.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is