Fundur um atvinnumál á sunnanverðum Vestfjörðum !

Tálknafjörður - Vesturbyggð
Tálknafjörður - Vesturbyggð
Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur bjóða íbúum til opins fundar um atvinnumál með þingmönnum Norðvesturkjördæmis miðvikudaginn 27. október nk. í Félagsheimilinu á Patreksfirði. Fundurinn hefst kl. 17.

Framsöguerindi flytja eftirfarandi aðilar:

  • Inngangur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð.
  • Niðurskurður á Heilbrigðisstofnunum. Úlfar B. Thoroddsen forstöðumaður, Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar.
  • Hvað færir sjávarútvegurinn til samfélagsins? Sigurður Viggósson frkvstj. Odda hf.
  • Kvótastaða og áhrif óvissunnar. Ari Hafliðason, rekstrarstjóri Þórsbergs hf.
  • Vonir og væntingar nýs atvinnurekanda. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax ehf.
  • Mikilvægi góðra samgangna fyrir atvinnurekendur. Guðmundur V. Magnússon, framkvæmdastjóri Ískalks.
  • Vaxtarbroddar í atvinnulífinu. Alda Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sjóræningjahússins.
  • Lokaorð: Björn Magnússon, formaður Atvinnumálanefndar Vesturbyggðar.


Fundarstjóri: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps

Vestfirskar byggðir eiga undir högg að sækja með harkalegum niðurskurði á fjárlögum 2011 til opinberra stofnana á svæðinu og tilheyrandi skertrar þjónustu fyrir íbúa svæðisins. Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar og Sýslumannsembættið á Patreksfirði hafa orðið fyrir gríðarlegum niðurskurði síðustu ár og enn er skorið niður.

Sjávarútvegsfyrirtæki á svæðinu eiga einnig undir högg að sækja vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkir um stjórn fiskveiða sem hefur nánast lamað leigumarkað á kvóta með tilheyrandi óöryggi í rekstrarumhverfi útgerða- og fiskvinnslufyrirtækja á svæðinu.

Samgöngur til og frá svæðinu eru hvorki til að bæta samkeppnisumhverfi gjaldeyrisskapandi fyrirtækja á svæðinu, né til þess fallið að ýta undir starfsemi nýrra fyrirtækja sem eru að hefja starfsemi á svæðinu. Allt þetta skerðir samkeppnishæfni sunnanverðra Vestfjarða sem atvinnusvæðis en það hefur alla burði til að vaxa, dafna og laða til sín íbúa til spennandi starfa.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is