Fundur um atvinnumál í dag kl. 17

Tálknafjörður Vesturbyggð
Tálknafjörður Vesturbyggð
Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur bjóða íbúum til opins fundar um atvinnumál með þingmönnum Norðvesturkjördæmis miðvikudaginn 27. október nk. í Félagsheimilinu á Patreksfirði. Fundurinn hefst kl. 17.

 

Framsöguerindi flytja eftirfarandi aðilar:

  • Inngangur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð.
  • Niðurskurður á Heilbrigðisstofnunum. Úlfar B. Thoroddsen forstöðumaður, Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar.
  • Hvað færir sjávarútvegurinn til samfélagsins? Sigurður Viggósson frkvstj. Odda hf.
  • Kvótastaða og áhrif óvissunnar. Ari Hafliðason, rekstrarstjóri Þórsbergs hf.
  • Vonir og væntingar nýs atvinnurekanda. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax ehf.
  • Mikilvægi góðra samgangna fyrir atvinnurekendur. Guðmundur V. Magnússon, framkvæmdastjóri Ískalks.
  • Vaxtarbroddar í atvinnulífinu. Alda Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sjóræningjahússins.
  • Lokaorð: Björn Magnússon, formaður Atvinnumálanefndar Vesturbyggðar.


Fundarstjóri: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is