Fundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskara sveitarfélaga og Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) boða til sameiginlegs kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið.

 

Fundurinn verður haldinn í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði, föstudaginn 15. janúar og hefst klukkan 16.30. Fundurinn er einnig haldinn með aðstoð fjarfundabúnaðar í Grunnskólanum á Reykhólum og í Skor, þróunarsetri Patreksfirði. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um eflingu sveitarstjórnarstigsins.


Dagskrá fundarins:

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ávarp.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarp.

Anna Guðrún Edvardsdóttir, formaður stjórnar FV, Staða sameiningarmála á Vestfjörðum.

Flosi Eiríksson, formaður samstarfsnefndar, kynning á verkefninu: „Nýjar leiðir í eflingu sveitarstjórnarstigsins".

Sigurður Tómas Björgvinsson, starfsmaður sameiningarnefndar: „Lærum af reynslunni - nýjar áherslur í sameiningarmálum".


Fundarstjóri Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri FV.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is