Fundur um samgöngumál

Fundur um samgöngumál verður haldinn í Félagsheimilinu á Patreksfirði þriðjudaginn 11. maí 2010 kl. 20:00.

 

Samgönguráðherra, vegamálastjóri og fulltrúar Vegagerðarinnar mæta til fundarins.

Fundarefni er sú staða sem upp er komin og varðar uppbyggingu Vestfjarðavegar 60 í Gufudalssveit. Kynnt verður lögfræðiálit á dómi Hæstarréttar og greinargerð um stöðu mála, sem Vegagerðin hefur látið vinna.

Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um samgöngur og fá svör við spurningum sem brenna á okkur öllum.

 

Þingmönnum Norðvesturkjördæmis, sveitarstjórnum á Vestfjörðum og Fjórðungssamb Vestfirðinga hafa einnig fengið boð á fundinn.

MÆTUM ÖLL!


Bæjarstjóri Vesturbyggðar

Oddviti Tálknafjarðarhrepps


Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is