Fylgjast með ferðum hnúfubaks

Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar merktu hnúfubak í Eyjafirði á föstudag og verður hægt að fylgjast með ferðum hvalsins á vef stofnunarinnar.

 

Um hádegisbil þann 4. nóvember 2011 var merktur hnúfubakur norður af Arnarnesnöfum í Eyjafirði. Hvalurinn var þá í hópi 10-15 hnúfubaka í Eyjafirði.

 

Engin merki bárust frá hvalnum fyrr en að kvöldi merkingardags og var dýrið þá statt nálæg mynni Eyjafjarðar. Hnúfubakurinn hélt sig á þeim slóðum allan næsta dag en að morgni 6. nóvember synti hvalurinn mjög ákveðið til norðvesturs og hafði að kvöldi þess dags lagt að baki rúmlega 70 sjómílur (130 km). Þann 7. nóvember synti hvalurinn rólega til norðvesturs og um hádegi 8. nóvember var hann staddur grunnt úti fyrir Hornströndum.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is