Fyrirlestraröðin Menningararfurinn

Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands, Vestfirði á miðöldum, Minjavörð Vestfjarða og fleiri aðila, mun í vetur að gangast fyrir röð fyrirlestra undir heitinu Menningararfurinn.

Fyrirlestrarnir eru sendur út í gegnum fjarfundabúnað og er hægt að sækja þá þar sem Fræðslumiðstöðin hefur aðgang að slíkum búnaði.

 

Fyrirlestrarnir varða bæði þær rannsóknir sem nú eru stundaðar á Vestfjörðum í fornleifafræði og öðrum tengdum greinum.

Áætlað er að fyrirlestrarnir verði þriðja fimmtudag hvers mánaðar.

 

Næsti fyrirlestur verður fimmtudaginn 17. febrúar nk. Þá mun Kristinn Schram þjóðfræðingur og forstöðumaður Þjóðfræðistofu á Ströndum fjalla um starfsemi og verkefni Þjóðfræðistofu. Fyrirlesturinn hefst kl. 17 og reikna má með að hann taki um eina klukkustund. Fyrirlesturinn verður í gegnum fjarfundabúnað frá Hólmavík og sendur til Ísafjarðar og Patreksfjarðar.

 

Aðgangseyrir er 1.000 kr.

 

Hægt er að skrá sig á vef Fræðslumiðstöðvarinnar eða með því að hafa samband við Maríu Ragnarsdóttur, maria@frmst.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is