Fyrri úthlutun Rannsókna- og nýsköpunarsjóðs

Framundan er fyrri úthlutun úthlutun Rannsókna- og nýsköpunarsjóðs Vestur-Barðastrandasýslu árið 2010.

 

Stefnt er að úthlutun fyrir lok maí. Að þessu eru úthlutanir sjóðsins einskorðaðar við fiskeldi og skelrækt. Eru það áherslur sem settar eru af landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. Því leggur sjórn sjóðsins áherslu á að umsóknir endurspegli verkefni sem tengjast með skýrum hætti eftirtöldum áherslum:

 

  • Þorskeldi. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hagkvæmni þess að fara í seiðaeldi á Vestfjörðum
  • Áframeldi í þorski
  • Eldi fyrir nýja markaði
  • Kræklingarækt. Sérstök áhersla er lögð á að efla fyrirtæki sem eru að hefja ræktun.
  • Nýjar, óhefðbundnar tegundir
  • Laxeldi. Áhersla á verkefni sem stuðla að uppbyggingu í laxeldi á svæðinu.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 21 mai 2010 og skal umsóknum skilað til atvest.

 

Að öðru leyti er vísað í reglur um úthlutanir (PDF 78 KB), segir í fréttatilkynningu frá sjóðunum.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is