Fyrsta sprenging Dýrafjarðarganga

Fyrsta sprenging Dýrafjarðarganga verður á morgun, fimmtudaginn 14. september. Unnið hefur verið að undirbúningi gangagerðarinnar frá því fyrr í sumar. Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, kemur til með að sprengja fyrstu gangasprenginguna í munnanum Arnarfjarðarmegin, í landi Rauðsstaða skammt frá Mjólkárvirkjun.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þá stendur til að dagskrá hefjist klukkan 14.15 á fimmtudaginn í Arnarfirði og er gert ráð fyrir því að sprengingin verði klukkan 16. Allir eru velkomnir. 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is