Gaggað í grjótinu

Elfar Logi Hannesson í hlutverki refaskyttu
Elfar Logi Hannesson í hlutverki refaskyttu
Einleikurinn Gaggað í grjótinu verður sýndur í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði fimmtudaginn 19. ágúst kl. 21.

 

Leikritið hefur notið mikilla vinsælda en það hefur verið sýnt á fimmtudögum í sumar í Melrakkasetri Íslands í Súðavík.

 

Í Gaggað í grjótinu fer kómedíuleikarinn Elfar Logi Hannesson með hlutverk refaskyttu sem kallar ekki allt ömmu sína og fá

gestir m.a. tækifæri á að bregða sér á greni með skyttunni.

 

Marsbil G. Kristjánsdóttir hannaði leikmynd og búninga en höfundur og leikstjóri er Halla Margrét Jóhannesdóttir.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is