Gestir Vestnorden ferðast um sunnanverða Vestfirði

Krækiberjalyng
Krækiberjalyng
Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin á Akureyri en hefst þann 13. september 2010 á ferð til suðursvæðis Vestfjarða.

 

Að venju er boðið upp á ferð sem undanfara kaupstefnunar fyrir erlenda þátttakendur. Að þessu sinni hafa ferðaþjónustuaðilar á sunnanverðum Vestfjörðum aðstoðað Markaðsstofuna við undanfarann og skipulagt glæsilega ferð um svæðið sitt. Gert er ráð fyrir að flogið verði með hópinn til Bíldudals og skoðaðir valdir ferðamannastaðir á tveimur dögum í því augnamiði að selja ákveðnar ferðir inn á svæðið.

Ekki er ennþá vitað hver þátttakan verður í ferðinni en skráning stendur yfir hjá skipulagsstjórn ferðakaupstefnunnar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is