Göngum í skólann átakinu hleypt af stað

Göngum í skólann
Göngum í skólann
Átakinu göngum í skólann hefur verið hleypt af stað og hefur þann tilgang að hvetja nemendur og foreldra til að ganga eða hjóla í skóla.

 

Í ár tekur Ísland þátt í fjórða skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í Skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka aukist ár frá ári. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn í ár er 6. október. Hægt er að velja hvort tekið er þátt í Göngum í skólan deginum, mánuðinum eða hluta úr mánuði. Hér á landi hófst verkefnið formlega í dag og lýkur því á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum.

 

Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Umferðastofa og Landssamtökin Heimili og skóli.

 

Megin markmið verkefnisins eru að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Um leið er ætlunin að: Hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Kenna reglur um öryggi á göngu og hjóli.

 

Þátttaka í verkefninu hefur vaxið ár frá ári. Nú þegar hafa fjörtíu og fimm skólar skráð sig til leiks, fleiri en nokkru sinni áður.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is