Göngum saman á Patró

Göngum saman
Göngum saman
Árleg styrktarganga Göngum saman verður sunnudaginn 5. september 2010 kl. 11:00.

 

Í ár verður gengið á sex stöðum utan Reykjavíkur, þ.e. á Patreksfirði, Ísafirði, Hólum í Hjaltadal, Akureyri, Reyðarfirði og Höfn.

 

Göngugjald fyrir fullorðna er kr. 3.000 og rennur það óskipt í styrktarstjóð Göngum saman. Frítt verður fyrir börn.

 

Skráning í gönguna er hafin hér á vef Göngum saman en einnig verður hægt að skrá sig á göngustöðunum.

 

Gengið verður frá íþróttahúsinu Bröttuhlíð upp í Mikladal og til baka, 3 km, 5 km eða 7 km. Að lokinni göngu fá göngugarpar frítt í sundlaugina.

 

Helsti tilgangur félagsins Göngum saman er að safna fé til grunnrannsókna á krabbameini í brjóstum.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is