Göngum vel um!

Nú er sveitarfélagið okkar í sumarskrúða. Sprettan er óvenjulega mikil enda tíðin góð. Ferðamenn eru hér í kippum og margir sem vilja sækja Vestfirði heim. Þá er ástæða til að taka til og huga enn frekar að umhverfi okkar.

Áherslan á umhverfismál er mikil í Vesturbyggð. Hafnirnar okkar á Bíldudal og Patreksfirði skarta Bláfánanum og skólarnir flagga Grænfánanum. Þá hafa Vestfirðir mætt fyrstu markmiðunum í að fá vottun sem umhverfisvænn áfangastaður ferðamanna frá Earth Check. Við þurfum því að sýna vilja í verki!

Það vantar því ekki góð áform og ákveðinn árangur hefur náðst. Samt sem áður blasir við okkur þegar farið eru um sveitarfélagið að víða skortir á góða umgengni. Það á bæði við um lóðir og opin svæði á vegum sveitarfélagsins, sem og lóðir íbúðarhúsa og atvinnufyrirtækja. Með þessum pistli vil ég hvetja bæjarbúa til þess að taka til hendinni svo við getum sagt að sveitarfélagið okkar sé eitt það fegursta á landinu!

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is