Grænir fingur

Sjálfstæðir grænir fingur óskast í verkefni hjá Vesturbyggð í umhirðu á beðum og flötum við opinberar byggingar í sveitarfélaginu.

Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, helst sem verktaki eða mögulega í tímavinnu. Starfstími er samkvæmt samkomulagi, en gert er ráð fyrir að hafist sé handa sem fyrst og svo unnið við verkefnið eftir þörfum og í samráði við tæknideild Vesturbyggðar.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður tæknideildar eða bæjarstjóri.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is