Grænlenskt leikhús á Vegamótum

Makka Kleist
Makka Kleist
Grænlenska leikritið Long, Long ago...verður sýnt á Vegamótum á Bíldudal þriðjudaginn 17. ágúst kl.16.

Sýningin er liður í Act alone leiklistarhátíðinni á Ísafirði sem haldin er árlega fyrir vestan en þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin teygir anga sína allaleið yfir í Arnarfjörð. Aðgangur að sýningunni á Bíldudal er ókeypis og öllum opin en rétt er að geta þess að sýningin er á ensku.

Í leiksýningunni Long, Long ago....býðst áhorfendum einstakt tækifæri til að fræðast um rætur og menningu Inúíta. Sýningin inniheldur þrjár Inútíastögur sem heita Creation story, The Mother of the Sea og The Sacred Gift of the Celebration.

Leikari er Makka Kleist en leikstjóri er Svenn B. Syrin. Það er Silamiut leikhúsið í Nuuk í Grænlandi sem setur sýninguna á svið en Silamiut er eina atvinnuleikhúsið á Grænlandi.

Gaman er að geta þess að Kómedíuleikhúsið á Ísafirði og Silamiut eru vinaleikhús og er þessi sýningin fyrsti liðurinn í samstarfi milli leikhúsanna. Bílddælingar og Vestfirðingar allir fjölmennum á Vegamót og sjáum einstakt leikhús frá vinum vorum í Grænlandi.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is