Greining á uppbyggingu innviða, aðstöðusköpunar og uppbyggingar þjónustu í Vesturbyggð

Undanfarin tvö ár hefur Vesturbyggð unnið að verkefni sem miðar að því að kortleggja stöðu atvinnureksturs í sveitarfélaginu og hvernig hægt er til framtíðar að skapa aðstöðu fyrir þau fyrirtæki sem hafa hug á að efla sinn rekstur enn frekar innan sveitarfélagsins auk aðstöðusköpunar fyrir ný fyrirtæki. Með auknu fiskeldi og aukin umsvif í öðrum atvinnugreinum hefur orðið viðsnúningur í atvinnumálum í Vesturbyggð. Þetta hefur einnig gert það að verkum að sveitarfélagið hefur fundið fyrir vaxtaverkjum m.t.t innviða eins og á hafnarsvæðum og á fasteignamarkaði svo dæmi séu nefnd.

Verkefnið var fyrst kynnt á íbúafundi á Bíldudal þann 19. september 2017 og voru í nóvember 2017 haldnir fundir með stærri fyrirtækjum á svæðinu, einnig voru haldnir opnir fundir með öðrum hagsmunaaðilum.

Nú liggja fyrir drög að þremur fyrstu köflum skýrslunnar þar sem farið er yfir niðurstöður samráðs við atvinnulífið ásamt greiningu innviða og samfélags. Það skal tekið fram að skjalið er ennþá á vinnslustigi m.a. liggja ekki allar greiningar fyrir að svo stöddu m.a. varðandi sorpmál, frekari upplýsingar varðandi raforkumál og uppfærðar tölur varðandi samgöngur.

Íbúum og fyrirtækjum er gefin kostur á að senda inn athugasemdir og/eða ábendingar við skýrsluna til 15. júní nk. Hægt er að senda athugasemdir annars vegar á netfangið gerdur@vesturbyggð.is eða á netfangið eva.dis.thordardottir@efla.is 

Skýrsluna má finna hér.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is