Grenjaleit og grenjavinnsla í Vesturbyggð árið 2011

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Á 599. bæjarráðs Vesturbyggðar 22. febrúar sl. og 14. fundi landbúnaðarnefndar sveitarfélagsins 4. apríl sl. voru samþykktar reglur um grenjavinnslu 2011:

 

Greitt verður 7.000 kr m/vsk fyrir hvern yrðling og fer sú upphæð eftir uppgjöri allra yrðlinga í lok veiðitímabilsins eftir skilum ráðinna veiðimanna, þó aldrei hærra en sem nemur upphæðinni sem lögð er til málaflokksins ár hvert. Fari yrðlingafjöldi yfir 143 verður upphæðinni skipt hlutfallslega í samræmi við veidd dýr ráðinna veiðimanna. Einungis verður greitt fyrir fullorðin dýr verði afgangur af upphæðinni sem lögð er til málaflokksins á árinu og verður skiptingin þá hlutfallsleg í samræmi við veidd dýr ráðinna veiðimanna.

 

Óskað er eftir umsóknum til leitar- og grenjavinnslu á eftirfarandi svæðum:

 

1. Rauðasandshreppur í Skápadal að Skápadalsá.
2. Patrekshreppur auk hluta Rauðasandshrepps frá Skápadalsá upp Skápadalsgljúfur að Hvarfshóli, meðfram hreppamörkum Barðastrandarhrepps til norðausturs að mörkum Tálknafjarðahrepps.
3. Barðastrandarhreppur.
4. Suðurfjarðahreppur.
5. Ketildalahreppur.

 

Umsækjendur verða að geta hafið störf frá og með 1. júní nk. Sæki margir um sama grenjaleitarsvæði kemur til álita að skipta því niður í afmarkaða reiti innan viðkomandi svæðis. Frekari upplýsingar veitir undirritaður.

 

Umsóknarfrestur er til 17. maí nk. og sendist bæjarstjóra.

 

Patreksfirði 10. maí 2011
Bæjarstjórinn í Vesturbyggð.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is