Grenjavinnsla 2012

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Óskað er eftir umsóknum til leitar- og grenjavinnslu á eftirfarandi svæðum:

1. Rauðasandshreppur í Skápadal að Skápadalsá.
2. Patrekshreppur auk hluta Rauðasandshrepps frá Skápadalsá upp Skápadalsgljúfur að Hvarfshóli, meðfram hreppamörkum Barðastrandarhrepps til norðausturs að mörkum Tálknafjarðahrepps.
3. Barðastrandarhreppur.
4. Suðurfjarðahreppur.
5. Ketildalahreppur.

 

Umsækjendur verða að geta hafið störf frá og með 1. júní nk. Sæki margir um sama grenjaleitarsvæði kemur til álita að skipta því niður í afmarkaða reiti innan viðkomandi svæðis. Greitt verður samkvæmt reglum Vesturbyggðar.

 

Frekari upplýsingar veitir undirrituð í síma 450-2300 eða asthildur@vesturbyggd.is.

 

Umsóknarfrestur er til 17. maí nk. og sendist bæjarstjóra.

 

Patreksfirði 10. maí 2011
Ásthildur Sturludóttir
bæjarstjórinn í Vesturbygg
ð.

 


Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is