Grunnmenntaskóli

Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Þann 11. janúar hefst svokallaður grunnmenntaskóli hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Patreksfirði.

Um er að ræða 300 kennslustunda nám sem ætlað er fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldra en 20 ára og með stutta formlega skólagöngu.

 

Grunnmenntaskóli er kenndur samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Tilgangur skólans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í vinnu. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.

 

Fyrri hluti námsins verður kenndur á vorönn 2011 en seinni hlutinn á haustönn 2011.

 

Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta grunnmenntaskólann til styttingar á námi í framhaldsskóla til allt að 24 einingum. Meta má skólann á móti allt að 12 einingum í vali, 12 einingum á kjörsviði og/eða til almennra greina eftir styrkleika viðkomandi einstaklings.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is