Háskólalestin á Patreksfirði

Háskólalestrin heimsækir Vesturbyggð dagana 10. og 11. maí með fjör og fræði. Föstudaginn 10. maí sækja nemendur eldri deilda Grunnskóla Vesturbyggðar og Grunnskóla Tálknafjarðar námskeið í Háskóla unga fólksins í efnafræði, jarðfræði, stjörnufræði, japönsku, hugmyndasögu og Vísindavefnum.

 

Laugardaginn 11. maí verður slegið upp veglegri vísindaveislu í Félagsheimili Patreksfjarðar kl. 12-16.

 

• Eldorgel og sýnitilraunir
• Japönsk menning og saga hugmynda
• Teikniróla, furðuspeglar og snúningshjól
• Undur jarðar og himinhvolfs
• Leikir, þrautir og uppákomur
• Fjölmargt annað að sjá og heyra

• Sprengjugengið landsfræga sýnir kl. 12.30 og 14.30
• Stjörnutjaldið sýnir á 20 mínútna fresti frá kl 12:00

 

Matís, Náttúrustofa Vestfjarða og fleiri stofnanir á svæðinu taka að auki þátt í veislunni.

Dagskrá Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Hægt er að fylgjast með Háskólalestinni á vef hennar og á Facebook

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is