Hefur landsbyggðin efni á Reykjavík?

Þóroddur Bjarnason
Þóroddur Bjarnason
Niðurskurður í heilbrigðismálum utan höfuðborgarsvæðisins hefur vakið talsverða umræðu um hagkvæmni þess að veita opinbera þjónustu á einum stað og sanngirni þess að slík þjónusta sé veitt í heimabyggð.

 

Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða í dag mun Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri fjalla um samband höfuðborgarsvæðisins og byggðanna vítt og og breitt um landið og spyrja hvort þjónusta ríkisins í Reykjavík sé peninganna virði fyrir aðra landsmenn.

 

Meðal annars mun hann fjalla um byggðaþróun á Íslandi síðustu öldina, þéttbýlisvæðingu víða um land og brýnan vanda strjálbýlustu svæða, samgöngur, samgöngubætur, þjónustusókn og þá þjónustu sem ríkið veitir skattgreiðendum í Reykjavík fremur en í heimabyggð. Loks mun hann varpa fram til umræðu hvernig nálgast megi sátt um hagkvæmni og sanngirni í byggðamálum.

 

Þóroddur Bjarnason er prófessor við hug- og félagsvísindadeild HA, hann er staddur á Ísafirði við kennslu í tilraunaverkefni Háskólaseturs Vestfjarða og HA um fjarnám í sálfræði.

 

Líkt og fyrr hefst Vísindaportið kl. 12.10 og fer fram í kaffisal háskólaseturs og er opið öllum áhugasömum. Að þessu sinni verður Vísindaportið jafnframt sýnt í beinni útsending á netinu. Slóðina má nálgast hér að neðan en hún verður ekki virk fyrr en samdægurs.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is