Heilsuátak í Vesturbyggð

Heilsuátak í Vesturbyggð
Heilsuátak í Vesturbyggð
Heilsuátak hefst í Vesturbyggð miðvikudaginn 12. janúar og lýkur laugardaginn 5. mars.

 

Þátttaka felst í því að ganga, hlaupa, synda eða æfa í þreksal en skilyrði er að allir byrji og endi í Bröttuhlíð. Allir tímar í húsinu teljast með ásamt tækjasal og sundlaug.

 

Þjálfari sér um mælingar og verða mælitímar í Bröttuhlíð fyrir hverja viku og kynntir á Vesturbyggd.is. Skráning í átakið er hjá starfsfólki í afgreiðslu í Bröttuhlíð og aldurstakmark er 16 ára á árinu.

 

Hvatningarverðlaun verða veitt fyrir mætingu í hverri viku en fyrsta vikan sem telur er frá 17. janúar til 22. janúar. Allir sem mæta þrisvar sinnum eða oftar í viku verða með í potti sem dregið verður úr í hverri viku.

 

Veitt verða verðlaun í lok átaksins fyrir:

  • Bestu mætingu 3x í viku (kk og kvk)
  • Bestu mætingu 4x í viku (kk og kvk)
  • Mesta þyngdartap (kg) (kk og kvk)
  • Mesta þyngdartap (%) (kk og kvk)

 

Upplýsingar eru veittar í Bröttuhlíð í síma 450-2350.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is