Heilsuátaki Bröttuhlíðar lýkur með veglegum verðlaunum

Brattahlíð
Brattahlíð
Á síðastliðnum sex vikum hefur staðið yfir heilsuátak á Bröttuhlíð og skemmst er frá að segja að árangur fór fram úr björtustu vonum og hefur verið gaman að fylgjast með framvindu mála hjá áhugasömum einstaklingum.

 

Svona átak gerist ekki nema góðir einstaklingar komi að málum og í tilfelli Bröttuhlíðar átaksins voru það Brynja Haraldsdóttir, Sverrir Haraldsson, Halldóra Birna Jónsdóttir og Kristín Brynja Gunnarsdóttir sem skipuðu baklandið og öfluðu flestra vinninga en starfsfólk Bröttuhlíðar sá um framkvæmdahliðina.

 

Vinningar sem afhentir voru í hvataverðlaun í hverri viku voru að þessu sinni mjög fjölbreyttir en þeir sem gáfu hvataverðlaun að þessu sinni eru eftirfarandi fyrirtæki.

 

 • Logi ehf.
 • Nanna ehf.
 • Krossi ehf.
 • Eyfaraf ehf.
 • Smáalind ehf.
 • Kikafell ehf.
 • Grillskálinn ehf.
 • Sæfari ehf.
 • Tölvuþjónustan slf.
 • Smur og dekkjaþjónustan.
 • Rafborg ehf
 • Hárgreiðslustofa Sólrúnar.
 • Fiskmarkaður Vestfjarða ehf.
 • Guðmundur L. Sverrisson pípari.

 

Veitt voru sérstök aukaverðlaun
Það voru þær vinkonur Hafrún Lilja Halldórsdóttir og Jónína Rut Matthíasdóttir fengu auka verðlaun þar sem starfsfólki Bröttuhlíðar fannst þær vinkonur standa sig vel í ræktinni og voru duglegar að æfa sjálfar ásamt því að hvetja hvor aðra áfram. Þær stöllur fá í sinn hlut gjafabréf frá hótel Stykkilshólmi á gistingu fyrir tvo ásamt morgunverði.

 

Veitt voru verðlaun fyrir mesta þyngdartap
Fanney Inga Halldórsdóttir fær þau verðlaun fyrir að hafa staðið sig með afbrigðum vel í þreksalnum sem varð til þess að hún léttist mest af keppendum. Hún fær í sinn hlut sem verðlaun fyrir það ævintýraferð um Breiðafjörð fyrir fjóra sem Sæferðir gefa.

 

Aðalverðlaun að þessu sinni voru gefin af Fjarðalax en það eru verðlaunin fyrir besta mætingu. Viðkomandi gat ef hann hefði mætt alla daga heilsuátaksins komið 36 sinnum í húsið. Sædís Eiríksdóttir fær verðlaun fyrir mætingu en hún kom 32 sinnum í húsið á tímabilinu og hlýtur að launum Asics Nimbus 12 hlaupaskó sem eins og áður sagði Fjarðalax gefa. Við óskum Sædísi til hamingju með verðlaunin og vonum að þetta verði til að hvetja aðra til að mæta í Bröttuhlíð.

 

Átakinu lauk formlega föstudaginn 11. mars með hófi og körfuboltaleik á milli eldri og yngri kvenna í sal Bröttuhlíðar en yngri steldurnar okkar unnu þær eldri 47-20. Veitingar í lokahófinu voru Kristall plús í boði Egils Skallagrímssonar og Músli snack í boði innflutningsaðila Nutramino en vörur frá þeim eru nú til sölu í Bröttuhlíð.

 

Þessum aðilum og öllum þeim sem gerðu það kleift að halda svona átak er hér með þakkaður allur sá stuðningur sem veittur var.

 

Geir Gestsson
Forstöðumaður Bröttuhlíða
r.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is