Heimasíða Fjölmenningarseturs

Fjölmenningarsetur
Fjölmenningarsetur
Heimasíða Fjölmenningarseturs hefur verið uppfærð og er nú á átta tungumálum.

Efni síðunnar er birt á íslensku, ensku, pólsku, króatísku, tailensku, spænsku, rússnesku og litháísku.

 

Á síðunni má finna upplýsingar um Ísland og íslenskt samfélag. Áhersla er lögð á að kynna réttindi og og skyldur fólks sem flyst til landsins og hvernig megi nálgast upplýsingar um hversdagslega hluti með auðveldum hætti.

 

Á síðunni er sérstakt sveitarfélagaviðmót þar sem finna má upplýsingar um helstu þjónustu í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

 

Orðskýringar eru einnig á vefnum sem hafa nú verið þýddar á sjö tungumál. Síðan nýtist starfsfólki sveitarfélaga og stofnana við að aðstoða útlendinga því alltaf er hægt að sjá á íslensku hvað verið er að þýða í hverju tilviki.

 

Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.

 

Hjá Fjölmenningarsetri er hægt að leita eftir upplýsingum um margt er varðar daglegt líf á Íslandi, stjórnsýslu og leit eftir aðstoð varðandi flutning til og frá landinu.

 

Fjölmenningarsetur starfrækir upplýsingasíma á pólsku, serbnesku/króatísku, taílensku, spænsku, litháísku og rússnesku.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is