Heimsendur matur

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð hefur náð samkomulagi við Heilbrigðisstofnunina Patreksfirði um eldun og framreiðslu á heitum mat til eldri borgara á Patreksfirði.

Heimsending matar verður sem áður á vegum sveitarfélagsins.

Heitur matur stendur til boða alla daga vikunnar, en heimsending á vegum sveitarfélagsins er sem stendur ekki í boði um helgar. Almenna frídaga er þó sent heim eins og verið hefur.

Sú breyting verður á að frumskráning og útgáfa reikninga verður hjá Vesturbyggð. Verði breytingar á högum notenda, s.s. vegna ferðalaga eða annarra atburða, skal hafa beint samband við eldhús Heilbrigðisstofnunarinnar Patreksfirði.

Þeim sem hafa áhuga á því að nýta sér þessa þjónustu er bent á að hafa samband við félagsmálstjóra Vesturbyggðar, Elsu Reimarsdóttur, í síma 450 2300 á skrifstofutíma.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is